Sport

Conor og Khabib í löglegri þyngd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Khabib virðist vera klár í slaginn.
Khabib virðist vera klár í slaginn. vísir/getty
Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov eftir að báðir badagakappar náðu löglegri þyngd í dag.

Khabib Nurmagomedov var fyrstur á vigtina er byrjað var að vigta kappana fyrir UFC 229. Einhverjir óttuðust að hann myndi ekki ná vigt.

Það var ekkert vesen á Rússanum sem var akkúrat í löglegri þyngd, 155 pund eða 70 kíló. Hann leit reyndar ekkert allt of vel út og ljóst að niðurskurðurinn var erfiður fyrir hann enda dreif hann sig heim af blaðamannafundinum í gær.





Conor steig á vigtina seint og var 154,5 pund. Ekkert vesen á Íranum frekar en fyrri daginn þegar kemur að vigtinni.

Tony Ferguson og Anthony Pettis eru í næststærsta bardaga kvöldsins. Þeir eru í sama þyngdarflokki og ef eitthvað kemur fyrir Conor eða Khabib þá á Ferguson að stíga inn. Hann negldi 155 pund þannig að hann er klár í að stíga inn í aðalbardagann ef eitthvað kemur fyrir.

Á miðnætti munu svo kapparnir stíga aftur á vigtina fyrir áhorfendur og horfast í augu í síðasta sinn áður en kemur að alvörunni.

MMA

Tengdar fréttir

Sjáðu fyrsta bardaga Conors hjá UFC

Það eru aðeins fimm og hálft ár síðan Conor McGregor kom með látum inn í UFC og á þessum tíma hefur hann afrekað ansi mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×