Formúla 1

Lewis Hamilton á ráspól í Japan

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Hamilton fagnar sínum 80. ráspól
Hamilton fagnar sínum 80. ráspól Vísir/Getty
Lewis Hamilton verður á ráspól í japanska kappakstrinum eftir að hann sigraði tímatökurnar í morgun. Helsti keppinautur hans um heimsmeistaratitilinn, Sebastian Vettel varð aðeins áttundi.



Hamilton leiðir keppnina um heimsmeistaratitilinn með fimmtíu stigum og aðeins fimm keppnir eftir. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Valtteri Bottas náði öðru sætinu og munu þeir því hefja kappaksturinn hlið við hlið.



Þetta var í 80. skiptið sem Hamilton fagnar sigri á ferlinum.



Max Verstappen hjá Red Bull varð þriðji.



Ferrari gerði gríðarlega stór mistök í tímatökunum en þeir voru einir sem voru á miðlungsdekkjum og varð það dýrkeypt. Vettel var nýkominn inn á brautina á nýju dekkjunum þegar hann tjáði Ferrari að þeir hefðu gert mistök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×