Fótbolti

Alfreð skoraði í tapi gegn Dortmund

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Alfreð að leggja boltann í netið í dag
Alfreð að leggja boltann í netið í dag Vísir/Getty
Alfreð Finnbogason var á skotskónum hjá Augsburg gegn Dortmund á útivelli miklum markaleik í dag.



Alfreð skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu en þetta var fjórða mark Alfreðs á tímabilinu í aðeins tveimur leikjum.



Þetta var fyrsta útivallarmark Alfreðs frá því í desember í fyrra en hann hafði í millitíðinni skorað sjö mörk á heimavelli.



Mark Alfreðs var það eina sem var skorað í fyrri hálfleik en flóðgáttirnar áttu eftir að opnast í þeim síðari.



Paco Alcacer jafnaði leikinn fyrir Dortmund á 62. mínútu en tæpum tíu mínútum síðar komst Augsburg aftur yfir með marki frá Philipp Max.



Alcacer var aftur á ferðinni og jafnaði leikinn á 80. mínútu. Dortmund komst svo yfir á 84. mínútu er Mario Götze skoraði en liðsfélagar Augsburg voru ekki hættir og jöfnuðu leikinn á 87. mínútu.



Alcacer fullkomnaði þrennu sína á lokasekúndum leiksins og tryggði Dortmund 4-3 sigur í fjörugum leik.



Með sigrinum er Dortmund eitt á toppi deildarinnar með 17 stig. Augsburg er í 9. sæti með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×