Innlent

Rólegt veður víða á landinu í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Búast má við hægum vindum og skúrum eða slydduél á víð og dreif.
Búast má við hægum vindum og skúrum eða slydduél á víð og dreif. Vísir/Vilhelm
Veðurstofan gerir ráð fyrir að yfirleitt verði fremur rólegt veður á landinu í dag. Búast megi við hægum vindum og skúrum eða slydduél á víð og dreif, en veststrekkingur norðaustan til og rigning eða slydda.

Á vef Veðurstofunnar segir að það snúist í norðankalda fyrir norðan í kvöld og nótt með slyddu þar. „Á morgun ríkir norðaustankaldi með rigningu eða slyddu öðru hvoru norðan til, en hægari vindar og stöku skúrir syðra. Hiti víða 1 til 6 stig að deginum, en kringum frostmark inn til landsins. Áfram meinlítið veður á þriðjudag og miðvikudag að séð verður.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag: Norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum og með N-ströndinni, annars hægari breytileg átt. Slyddu- eða snjóél um N-vert landið, skúrir SV-til, en bjartviðri á SA-landi. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum. 

Á þriðjudag: Austlæg átt, 5-10 m/s og slydda eða rigning öðru hverju. Hiti 0 til 5 stig. 

Á miðvikudag: Suðlæg átt og dálítil rigning eða súld með köflum, en léttskýjað NA-til og hlýnar heldur. 

Á fimmtudag: Norðaustan- og austanhvassviðri með talsverð rigning á öllu landinu, en slyddu til fjalla. Milt veður. 

Á föstudag og laugardag: Útilit fyrir breytilegar áttir, úrkomu í flestum landshlutum og kólnandi veður.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×