Lífið

„Litla dóttirin heldur manni edrú“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Atli verður í Íslandi í dag í kvöld.
Atli verður í Íslandi í dag í kvöld.
„Hér á Íslandi sat ég inni fyrir vopnað rán. Ég rændi Lyfju í Lágmúla tvisvar,“ segir Atli Gunnlaugsson en farið verður yfir sögu hans í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld.

Hann er í dag 44 ára og er í dag edrú í fyrsta sinn í 30 ára. Hvatinn til að halda sér þurrum er litla dóttirin Kristbjörg en að öðru leyti er hann einn í heiminum. Pabbi hans er löngu búinn að loka á hann, mamma hans dáin, hann á engin systkini og vinirnir ýmist dánir eða enn í neyslu.

„Ég var ógnandi með öxi og var eingöngu að sækja mér rítalín. Ég man óljóst eftir þessu, þetta er í gloppum,“ segir Atli sem segir í viðtalinu í kvöld að litla dóttir hans hafi haldið honum edrú.

Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld, strax að loknum fréttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×