Innlent

Segja frumvarp Brynjars enn eitt vopnið fyrir ofbeldismenn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
156 skrifuðu undir yfirlýsinguna í morgun og fleiri hafa bæst við að sögn Sigrúnar Sifjar.
156 skrifuðu undir yfirlýsinguna í morgun og fleiri hafa bæst við að sögn Sigrúnar Sifjar. Vísir/GETTY
Á annað hundrað konur gera í yfirlýsingu þá kröfu til alþingismanna að þeir taki skýra afstöðu á móti ofbeldi gegn konum og börnum eða geri skýra grein fyrir afstöðu sinni. Hópurinn Aktívistar gegn nauðgunarmenningu sendu þá kröfu á alþingismenn í morgun en tilefnið er frumvarp Brynjars Níelssonar og fleiri sjálfstæðismanna þess efnis að tálmun verði gerð refsiverð. Viðurlög verði allt að fimm ára fangelsi.

„Frumvarp um refsilöggjöf í umgengnismálum er ekki lausn á vel skilgreindum vanda. Frumvarpið er enn eitt kúgunartækið í þágu ofbeldismanna og gefur þeim gerræðislegt vald í lífi barna og kvenna. Þið kallið þetta frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum. Við köllum þetta frumvarp til laga gegn vernd barna,“ segir í yfirlýsingu hópsins.

Sigrún Sif Jóelsdóttir, einn aktívistanna, segir að tölvupóstur hafi verið sendur á alla þingmenn snemma í morgun. Þrír hafi brugðist strax við.

„Andrés Ingi VG, Björn Leví Pírati og Rósa Björk. Aktívistar gegn nauðgunarmenningu eru ánægðir með það. Andrés spurði hvort yfirlýsingin hefði ekki örugglega verið send á Nefndasvið, sem verður gert í framhaldinu. Rósa Björk kemur með afdráttarlausan stuðning við þessa höfnun og bendir á að hún mótmælti líka þegar frumvarpið kom fyrst - og sendir baráttukveðjur. Björn Leví minntist á nýlegar tillögur Pírata til bættrar stjórnsýslu í þessum málum,“ segir Sigrún Sif Jóelsdóttir, einn aktívistanna.

Yfirlýsinguna og undirskriftir má sjá hér að neðan.

Við finnum okkur knúnar til að leggja fram eftirfarandi yfirlýsingu og gerum þá kröfu til allra sem á Alþingi sitja að þau taki skýra afstöðu á móti ofbeldi gegn konum og börnum ellegar geri skýra grein fyrir afstöðu sinni. Hvenær þykir ykkur nóg komið? Hafa frásagnir þolenda af ofbeldi í nánum samböndum og fjölskyldum ekki farið nógu hátt til að ná athygli ykkar? Hversu hávær og skerandi þurfa sársaukaópin að vera til að þau komi ykkur við? Hversu mörg líf þarf að leggja í rúst og hversu marga þarf að brjóta niður og kúga til að þið opnið augun?

Hið opinbera tekur nú þegar þátt í kerfislægu niðurbroti og ofbeldi með ákvarðanatöku sinni og fremur mannréttindabrot í skjóli valds. Hversu oft þarf þetta frumvarp sem vinnur augljóslega gegn hag allra barna og vinnur beint gegn þolendum ofbeldis, að vera lagt fram áður en þið áttið ykkur á alvarleika málsins?

Við segjum að nóg sé komið. Við teljum það lágmarkskröfu að þau sem sitja á ákvörðunarstól þingsins horfist í augu við afleiðingarnar sem frumvarp sem þetta myndi hafa næði það fram að ganga.

Við teljum mikilvægt að þið gerið ykkur grein fyrir hvað lögfesting á skömmun foreldris (móður) raunverulega þýðir fyrir börn og að þið áttið ykkur á því hversu skaðleg viðhorf frumvarpið endurspeglar.

Börn sem af einhverjum ástæðum njóta ekki umgengni við annað foreldri sitt eru bersýnilega ekki betur sett með því að hinu foreldrinu sé varpað í fangelsi. Þá er ríkið sjálft að svipta barnið réttinum á umgengni við það foreldri sem afplánar refsivist og jafnvel svipta barnið eina foreldrinu sem verndar það. Þessi hugsun er ekki bara órökrétt heldur er hún í hreinni mótsögn við alla hugsun að baki barnalögum, barnaverndarlögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Kerfið í dag verkar sem vogarafl fyrir ofbeldismann sem reiðir til höggs. Kerfið sem segist ætla vernda fyrir ofbeldi bregst þolendum ofbeldis hvað eftir annað. Frásagnir þeirra sem hafa flúið heimilisofbeldi og þurfa að reiða sig á réttarákvörðun kerfisins vegna barna sinna eru skýr vitnisburður um það.

Þögn ykkar er vopn í höndum ofbeldismanna. Skilningsleysi og hundsun á hættulegum aðstæðum þolenda ofbeldis er ofin inn í viðhorf kerfisins og mæður og börn sem eru þolendur heimilisofbeldis verða því fyrir ofbeldi úr öllum áttum. Þau verða fyrir ofbeldi heima hjá sér og einnig ofbeldi af hálfu ríkisvaldsins. Vanmátturinn verður alger þegar það er yfirvaldið, ríkisvaldið, sem starfar í skjóli laga sem tekur afstöðu með gerandanum, staðfestir hans málstað og ljáir honum lögmæti og tekur þannig beinan þátt í ofbeldinu. Þolendur ofbeldis eru algjörlega berskjaldaðir.

Frumvarp um refsilöggjöf í umgengnismálum er ekki lausn á vel skilgreindum vanda. Frumvarpið er enn eitt kúgunartækið í þágu ofbeldismanna og gefur þeim gerræðislegt vald í lífi barna og kvenna. Þið kallið þetta frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum. Við köllum þetta frumvarp til laga gegn vernd barna.

Það ætti að vera augljóst að það er ekki börnum fyrir bestu að foreldri þess sé refsað með fangelsisvist fyrir að uppfylla forsjárskyldu sína;fyrir að vernda þau fyrir ofbeldi og vanvirðandi háttsemi. Sýslumaður sem virðist enn taka geðþóttaákvarðanir í umgengnismálum þvert á skýrslur og gögn sem staðfesta ofbeldi telur frásagnir af ofbeldi og meint neikvætt viðhorf móður vegna þess, skaða börn meira en staðfest ofbeldi samkvæmt Barnahúsi, lögregluskýrslum, greinagerðum meðferðaraðila, fagfólks, barnaverndarmálum, áverkavottorðum og svo framvegis. Þolendur ofbeldis fá þau skilaboð að það skipti engu máli þó brotið sé gegn þeim. Óréttlátt viðhorf gagnvart þolendum í umgengnismálum gerir þeim ókleift að vernda börn sín fyrir ofbeldi vegna þess að „réttur barnsins til að umgangast báða foreldra“ er látinn trompa rétt barnsins til öryggis.

Inngrip stjórnvalds í umgengni barna við foreldra sína þarf fyrst að vera réttmætt áður en gripið er til aðgerða til að refsa eða þvinga þá sem brjóta umgengnisrétt. Þegar stjórnvöld líta ekki til gagna frá Barnahúsi um kynferðisofbeldi á barni, til opinna barnaverndarmála, mats fagaðila og vilja barnanna sjálfra í réttarákvörðun sinni eru þau einfaldlega ekki að viðurkenna ofbeldi á barni. Vinnuregla barnaverndar er sú að kanna ekki aðstæður á heimili umgengnisforeldris sérstaklega. Ekki er talin þörf á inngripi eða könnun barnaverndar ef talið er að forsjáraðili (móðir) verndi barnið frá ofbeldi eða vanvirðandi háttsemi umgengnisforeldris. Þegar réttarákvörðun vísar upplýsingum um ofbeldi á barni eða fjölskyldu frá með þeim hætti sem hún gerir, barnavernd kannar ekki aðstæður barns á heimili umgengnisforeldris og forsjárforeldri er síðan dæmt í fangelsi fyrir að hafna umgengnisrétti til verndar barninu. Þá hafa stjórnvöld brugðist barninu fullkomlega í nafni jafns réttar umgengnisforeldris (föður).

Réttur barns er endurskilgreindur sem réttur föður og glæpur móður.

Ef það er raunverulegur vilji stjórnvalda að uppræta heimilisofbeldi og standa vörð um hagsmuni barna þá er það algjört frumskilyrði að ofbeldinu sé ekki afneitað, afsakað, réttlætt eða endurskilgreint á kostnað þolenda þegar það á sér stað. Á meðan kerfið kemur ekki til móts við þolendur og tekur ekki á því ofbeldi sem er til staðar þá hefur frumvarp um refsingar á forsjárforeldrum engan tilgang annan en að ýta undir kúgun og ofbeldi.

Refsivist vegna brots á umgengnissamningi sem skilgreint er með fordómafullri ákvörðunatöku út frá mýtunni um vondu mömmuna sem ásakar pabbann ranglega fjallar ekki um réttlæti, heldur hefnd og valdbeitingu. Aðeins morð á foreldri í aðstæðum sem þessum er nær fullkomnun á ofbeldinu en fangelsun.

Tími afstöðu-og ábyrgðarleysis gagnvart ofbeldi er liðinn og við getum ekki lengur forðast það að horfast í augu við raunveruleikann. Nú er tækifærið til að taka afdráttarlausa afstöðu með þolendum og fyrsta skrefið er að mótmæla þessu frumvarpi gegn vernd barna kröftuglega. Þess vegna krefjumst við svara frá öllum á þingi. Ofbeldi í fjölskyldum er ekki einkamál. Þið sem sitjið á valdastóli, þið hafið ákvörðunarvaldið. Standið með þolendum ofbeldis.

Við bíðum svara frá ykkur öllum:

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Ágúst Ólafur Ágústsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Bergþór Ólason, Birgir Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Björn Leví Gunnarsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðmundur Andri Thorsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Katrín Jakobsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Alfreðsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Logi Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Ólafur Ísleifsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen, Sigríður María Egilsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Sigurður Páll Jónsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Smári McCarthy, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Teitur Björn Einarsson, Vilhjálmur Árnason, Willum Þór Þórsson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson, Þorsteinn Víglundsson, Þórdís, Kolbrún R. Gylfadóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Þórunn Egilsdóttir

Undirskriftir:

1. Sigrún Sif Jóelsdóttir

2. Helga Vala Garðarsdóttir

3. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir

4. Elísabet Ýr Atladóttir

5. Þórhildur Sif Þórmundsdóttir

6. Herdís Ósk Sveinbjörnsdóttir

7. Rut Einarsdóttir

8. Kristín Inga Jespersen

9. Sara Mansour

10. Anna Jóna Heimisdóttir

11. Hildur Rós Guðbjargardóttir

12. Hrafndís Katla Elíasdóttir

13. Svava Björg Mörk

14. Elfa Kristín Jónsdóttir

15. Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir

16. Anna Sigrún Benediktsdóttir

17. Eva Lilja Rúnarsdóttir

18. Andrea Eyland

19. Hjördís Svan Aðalheiðardóttir

20. Candice Michelle Goddard

21. Helga Gestsdóttir

22. Sólborg Birgisdóttir

23. Inga María Vilhjálmsdóttir

24. Helga Ólöf Þórdísardóttir

25. Ásta Knútsdóttir

26. Fríða Bragadóttir

27. Halldóra Jónasdóttir

28. Berglind K.Þórsteinsdóttir

29. Erna Dýrfjörð Stefánsdóttir

30. Erla Guðrún Gísladóttir

31. Sigrún Fanney Sigmarsdóttir

32. Hugrún Jónsdóttir

33. Sunna Ýr Einarsdóttir

34. Ingibjörg Sigurðardóttir

35. Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir 36. Jóhanna Margrétardóttir

37. Margrét Birna Henningsd. Jakob 38. Olga Björk Ólafsdóttir

39. Sunna Björg Símonardóttir

40. Ásta Þórisdóttir

41. Ninna Karla Katrínardóttir

42. Hildur Sigurðardóttir

43. Helga Hrönn Nordfj. Þórðardóttir 44. Heiðrún Arna Friðriksdóttir

45. Sigríður Ásta Árnadóttir

46. Ástrós Hreinsdóttir

47. Harpa Hjartardóttir

48. Kristín Vilhjálmsdóttir

49. Harpa Oddbjörnsdóttir

50. Hildur Björk Hörpudóttir

51. Fanný Rósa Bjarnadóttir

52. Aþena Mjöll Pétursdóttir

53. Guðný Elísa Guðgeirsdóttir

54. Áslaug Hauksdóttir

55. Guðrún Hulda Guðmundsdóttir 56. Hafdís Arnardóttir

57. Freydís Dögg Steindórsdóttir 58. Steinunn Ýr Einarsdóttir

59. Tinna Björk Pálsdóttir

60. Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir 61. Elín Jóhanna Bjarnadóttir

62. Kristín Th. Hafsteinsdóttir

63. Vibeke Svala Hafsteinsdóttir

64. Eva Dagbjört Óladóttir

65. Nótt Aradóttir

66. Margrét Baldursdóttir

67. Sædís Hrönn Samúelsdóttir

68. Hildur Sigurðardóttir

69. Bjarndís Helga Tómasdóttir

70. Kristín Erla Benediktsdóttir

71. Frigg Thorlacius

72. Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir 73. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir

74. Ragna Björk Ragnarsdóttir

75. Signý Rut Kristjánsdóttir

76. Halldóra Hafsteinsdóttir

77. Sigrún Sól Ólafsdóttir

78. Freyja Vals Sesseljudóttir

79. Sigríður Sturlaugsdóttir

80. Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar

81. Hildigunnur Rúnarsdóttir

82. Elva Dögg Blumenstein

83. Hulda Hákonardóttir

84. Arna Björk Pétursdóttir

85. Sólrún Einarsdóttir

86. Guðrún Ágústa Kjartansdóttir

87. Benedikta Bergmann Ketilsdóttir

88. Kiana Sif Limehouse

89. Sunna Kristinsdóttir

90. Sigurbjörg Magnúsdóttir

91. Brynhildur Björnsdóttir

92. Margrét Heiður Jóhannsdóttir

93. Erla Einarsdóttir

94. Birgitta Sigurðardóttir

95. Gunnhildur Vala Valsdóttir

96. Vega Rós Guðmundsdóttir

97. Steinunn Ólöf Hjartardóttir

98. Emma Ásu Árnadóttir

99. Emma Kamilla Finnbogadóttir

100. María Lind Oddsdóttir

101. Stella Beekman

102. Anna Þórey Arnardóttir

103. Sigríður Björnsdóttir

104. Margrét S Benediktsdóttir

105. Elsa Björk Harðardóttir

106. Særún Magnea Samúelsdóttir

107. Eva Hulda Ívarsdottir

108. Kristín Margrét Ingibjargardóttir

109. Eyrún Eva Gunnarsdóttir

110. Hulda Dögg Georgsdóttir

111. Hildur Helga Sigurðardóttir

112. Tinna Eik Rakelardóttir

113. Birna Sæunn Jónsdóttir

114. Fanney Gunnarsdóttir

115. Harpa Lind Björnsdóttir

116. Anna Íris Pétursdóttir

117. Þorbjörg Signý Ágústsson

118. Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

119. Klara Þórhallsdóttir

120. Steinunn Anna Radha Másdóttir

121. Helga Dís Árnadóttir

122. Þórhildur Sæmundsdóttir

123. Margrét Pétursdóttir

124. Steinunn S. Ólafardóttir

125. Guðlaug Marín Pálsdóttir

126. Sunna Rut Stefánsdóttir

127. Sigríður Nanna Gunnarsdóttir

128. Steinunn Helga Sigurðardóttir

129. Karen Linda Eiríksdóttir

130. Karen Dögg Bryndísardóttir Karlsdóttir

131. Ragna Björg Björnsdottir

132. Guðrún Kristjánsdóttir

133. Heiða Sigurðardóttir

134. Erna Sigrún Hallgrímsdóttir

135. Erla Kr Bergmann

136. Sigrún Ósk Arnardóttir

137. Hafdís Erla Árnadóttir

138. Drífa Pálín Geirs

139. Berglind Ósk Pétursdóttir

140. Þórey Guðmundsdóttir

141. Erla Elíasdóttir Völudóttir

142. Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir

143. Magnea Jónasdóttir

144. Edith Soffía Bech

145. Lúcía Sigrún Ólafsdóttir

146. Berglind Rós Gunnarsdóttir

147. Björg Torfadóttir

148. Jenný Heiða Zalewski

149. Linda Björk Einarsdóttir

150. Aðalheiður Jóhannsdóttir

151. Hera Hansen

152. Anna Lind Vignisdóttir

153. Halldóra M. Baldursdóttir

154. Eva Björk Sigurðardóttir

155. Anna Lotta Michaelsdóttir

156. Halla Björg Randversdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×