Handbolti

Seinni bylgjan: „Skotklukka gengur engan veginn upp í handbolta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir ræða hlutina í gær.
Strákarnir ræða hlutina í gær. vísir/skjáskot
Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þar sem þeir Tómas Þór Þórðarson, Jóhann Gunnar Einarsson og Gunnar Berg Viktorsson fóru yfir umferðina í Olís-deildunum.

Undir lokin voru að sjálfsögðu þrjú málefni rædd í Lokaskotinu en þar var rætt hver væri besti varnamaðurinn, hjá hvaða liði fólk fái mest fyrir peninginn og hvort að ætti að innleiða skotklukku í handboltann.

„Mér finnst það. Menn eiga að hlaupa fram að miðju og bara hlaupa út um allt. Þá er skemmtilegast að horfa á þetta. Lið sem spila hægt og leikurinn endar 20-19. Það er bara búið. Það á að enda 35-32,” sagði Gunnar Berg og Jóhann Gunnar tók við boltanum:

„Skotklukka gengur engan veginn upp í handbolta, eins og staðan er núna. Það þarf miklu fleira fólk til þess að sjá um þetta. Til að flýta leiknum er hægt að taka miðjuna út. Það hefur miklu meiri áhrif á leikinn,” sagði Jóahnn Gunnar.

Þessar skemmtilegu umræður má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×