Viðskipti innlent

12,3 milljarða salan á Ögurvík blásin af

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Fréttablaðið/Anton Brink
Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR), sem áður hét Brim, hefur tekið ákvörðun um að hætta við söluna á Ögurvík til HB Granda. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að ákvörðunina megi rekja til kröfu lífeyrissjóðsins Gildi, sem er hluthafi í HB Granda, um óhátt mat á því hvort viðskiptin væru hagstæð fyrir HB Granda.

RÚV vísar til bréfs Runólfs Viðars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra ÚR, til HB Granda þar sem hann sé að tillaga Gildis sýni að ekki hafi tekist að eyða vafanum um að viðskiptin væru gerð á grundvelli armslengdarsjónarmiða. Tillagan fæli í sér fjórða óháða verðmatið á Ögurvík.

Sjá einnig: HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða

ÚR telji það ekki skynsamlegt að ráðast í viðskiptin að þessu sinni, gegn efasemdum eins af stærri hluthöfum HB Granda. Félagið vilji starfa í sátt og samlyndi, án átaka við hluthafa, og því sé það vilji ÚR að fara ekki viðskiptin með Ögurvík á þessum tímapunkti.

Fyrirhugað kaupverð á Ögurvík voru 12,3 milljarðar króna. Viðskiptin voru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og til stóð að kaupin yrðu fjármögnuð með eigin fé og lánsfjármagni. 

Ögurvík ehf. er útgerðarfélag sem gerir út Vigra RE 71, 2.157 tonna frystitogara. Rekstrartekjur Ögurvíkur á árinu 2017 voru 2.197 milljónir króna.


Tengdar fréttir

Hagnast um 900 milljónir við söluna

"Þetta eru skynsamleg kaup fyrir HB Granda,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, um kaup útgerðarinnar á Ögurvík af Brimi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×