Viðskipti innlent

Ný kortalög gætu sparað neytendum yfir milljarð

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlög.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlög. vísir/vilhelm
Fjármálaráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur í samræmi við Evrópureglugerð þess efnis.

Frumvarpsdrögin kveða á um að hámark verði lagt á milligjöld vegna neytendagreiðslukorta sem nema 0,2 prósentum af fjárhæð greiðslu með debetkorti og 0,3 prósentum með kreditkorti. Auk þess er kveðið á um bann við svæðisbundnum takmörkunum í leyfissamningum.

Hámörkin á milligjöldum standa nú í 0,2 prósentum og 0,6 prósentum en þau komust á árið 2014 þegar stærstu greiðslukortafyrirtækin og bankarnir gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið. Lögin hafa þannig meiri áhrif á kreditkortafærslur.

Lögin miða að því að lækka kostnað neytenda en í mati ráðuneytisins kemur fram að lækkun kostnaðar geti numið allt að 1,15 milljörðum króna ef lækkunin skilar sér að fullu til neytenda.

Hins vegar kunni lögin að draga úr hvata til útgáfu korta og jafnframt lækka tekjur kortaútgefenda og þar með draga úr virði hluta í þeim félögum.




Tengdar fréttir

Öryggi nýrra debetkorta jafnmikið og eldri korta

Sé snertilausu korti Landsbankans stolið og takist þjófnum að taka út af því fé með sviksamlegum hætti, án þess að PIN-númer sé notað, ber korthafi ekki ábyrgð á tjóninu.

Notum kreditkortið mun oftar en aðrir

Í samanburði við tuttugu Evrópulönd er sérstaða Íslands greinileg hvað varðar notkun á kreditkortum við kaup á vörum og þjónustu. Norðmaður greiðir helmingi oftar með debetkorti en við. Víða í Evrópu er kreditkortið svo gott sem






Fleiri fréttir

Sjá meira


×