Innlent

Handteknir í efri byggðum grunaðir um líkamsárás

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rétt fyrir klukkan tvö í nótt var svo tilkynnt um innbrot í verslun í Breiðholti.
Rétt fyrir klukkan tvö í nótt var svo tilkynnt um innbrot í verslun í Breiðholti. Vísir/Vilhelm
Tveir voru handteknir í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins vegna gruns um líkamsárás, að því er fram kemur í dagbók lögreglu eftir nóttina. Báðir voru þeir vistaðir í fangageymslu þar til unnt verður að taka af þeim skýrslu vegna málsins. Lögreglustöð fyrir Grafarvog, Mosfellsbæ og Grafarholt fer með málið.

Rétt fyrir klukkan tvö í nótt var tilkynnt um innbrot í verslun í Breiðholti. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði og er málið til rannsóknar.

Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tveir voru undir áhrifum áfengis en hinir tveir undir áhrifum fíkniefna. Þar að auki var einn ökumaðurinn þegar sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×