Erlent

Fjögur börn létust þegar hjól varð fyrir lest í Hollandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi slyssins í Oss.
Frá vettvangi slyssins í Oss. Charles Mallo/AP
Fjögur börn létust og tveir eru alvarlega slasaðir eftir að rafknúið hjól með aukavagni varð fyrir lest í Hollandi. Hjól sem þessi eru algeng meðal foreldra í Hollandi. Fjöldi vitna voru að slysinu og þar á meðal önnur börn.

Slysið varð í borginni Oss, nærri landamærum Hollands og Þýskalands. Viðvörunarljós og tálmar eru á teinunum þar sem slysið varð.

Aðdragandi slyssins er til rannsóknar. Lögreglan segir að verið hafi verið að flytja börn á milli dagvistar og skóla og var hjólið í eigu dagvistarinnar.

Vitni sem ræddu við Brabants Dagblad segja tálmana hafa farið niður en að vagninn, sem hafi verið framan á hjólinu, hafi farið undir tálmana. Börnin voru í vagninum.

Wobine Buijs-Glaudemans, borgarstjóri Oss, segir að yfirvöld borgarinnar muni standa með foreldrum barnanna og annarra sem að slysinu koma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×