Erlent

Le Pen gert að sæta geðrannsókn

Samúel Karl Ólason skrifar
Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar.
Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar. EPA/SEBASTIEN NOGIER
Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, verður að gangast undir geðrannsókn. Þetta er niðurstaða dómstóls í Frakklandi vegna mynda af ódæðum Íslamska ríkisins sem hún dreifði árið 2015. Hún á enn í hættu á að vera dæmd til að greiða sekt eða jafnvel að vera dæmd til fangelsisvistar.

Málið byggir á lögum sem banna dreifingu ofbeldisfulls efnis sem hylla hryðjuverkastarfsemi eða klámi og eru gegn virðingu mannsins.

Myndirnar sem hún dreifði voru af afhöfðuðu líki James Foley. Af skriðdreka keyra yfir fanga ISIS og ein myndin var úr myndbandi þar sem fangi ISIS var brenndur lifandi.

Le Pen birti mynd af úrskurðinum á Twitter og sagði hann vera „klikkaðan“ og sagðist hún vera óttaslegin um ríkisstjórn Frakklands.

Samkvæmt BBC vilja dómarar skera úr um hvort hún eigi við geðveilu að stríða og hvort hún geti „skilið ummæli og svarað spurningum“.



Hún hefur í kjölfarið gefið út að hún ætli ekki að gangast áðurnefnda rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×