Erlent

Umfangsmikil viðbrögð við skotárás í Bandaríkjunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan naut aðstoðar starfsmanna alríkislögreglu Bandaríkjanna.
Lögreglan naut aðstoðar starfsmanna alríkislögreglu Bandaríkjanna. EPA/SCOTT SERIO
Uppfært 16:15

Árásarmaður er í haldi lögreglu eftir að hafa hafið skothríð úr skammbyssu innan veggja fyrirtækisins Rite Aid, sem rekur vöruhús í Aberdeen í Maryland í Bandaríkjunum. Einhverjir liggja í valnum en fjöldinn hefur ekki verið staðfestur af lögreglunni. Á blaðamannafundi sagði fógetinn í Harfordsýslu að lögregluþjónar hefðu mætt á vettvang innan við fimm mínútur eftir að útkallið barst.

CNN hefur heimildir fyrir því að minnst þrír séu látnir og tveir særðir. AP segir það sama og þá hefur MSNBC heimildir fyrir því að árásarmaðurinn hafi verið kona.

Fótgetinn sagði árásarmanninn vera á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Hins vegar sagði hann að lögregluþjónar hefðu ekki hleypt af skotum á vettvangi. Því var ekki skýrt hvort að árásarmaðurinn beindi vopni sínu að sjálfum sér og neitaði fógetinn að fara nánar út í það þegar hann var spurður.

Hann tók fram að upplýsingar væru enn takmarkaðar.

Lögreglan naut aðstoðar starfsmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna á vettvangi eftir að kallað var eftir aðstoð.

Þetta er minnst þriðja skotárásin í Bandaríkjunum á einum sólarhring. Fjórir voru skotnir í dómshúsi í Pennsylvaníu í gær af árásarmanni sem var felldur af lögregluþjóni. Þá voru fimm skotnir í fyrirtæki í Wisconsin. Í báðum árásunum dóu bara árásarmennirnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×