Íslenski boltinn

Völsungi dæmdur 3-0 sigur á móti Hugin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik hjá Völsungi.
Úr leik hjá Völsungi. hafþór hreiðarsson/640.is
Knattspyrnusamband Íslands hefur úrskurðað um leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla sem átti að vera endurtekinn í gær en fór aldrei fram.

Á úrslitasíðu 2. deildar karla má sjá að úrslitin hafa verið færð inn. Völsungi hefur verið dæmdur 3-0 sigur í leiknum. Völsungur er þar með kominn með 40 stig og á því ennþá möguleika á sæti í Inkasso deildinni.

Útskýringuna á úrslitum leiksins má einnig finna á leikskýrslunni á heimasíður KSÍ. Hún er: „Huginn mætti ekki til leiks.“

Leikurinn var færður af Seyðisfjarðarvelli yfir á Fellavöll á leikdegi en leikurinn sem var dæmdur ógildur fór fram á Seyðisfjarðarvelli.

Leikmenn Völsungs og dómarar leiksins mættu á Fellavöll en leikmenn Hugins biðu hinsvegar eftir þeim á Seyðisfjarðarvelli. Það varð því ekkert að leiknum og nú er komið í ljós að Huginn var í órétti og telst hafa tapað leiknum 3-0.


Tengdar fréttir

Munum standa áfram með okkar málstað

Ekkert varð af leik Hugins og Völsungs í gær þar sem liðin mættu sitt á hvorn völlinn. Seyðfirðingar telja að KSÍ hafi verið óheimilt að skipta um völl og standa með sínum málstað þrátt fyrir að þeir gætu misst stig og átt von




Fleiri fréttir

Sjá meira


×