Enski boltinn

Aron Einar meiddist aftur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar Gunnarsson verður lengur frá vegna meiðslanna.
Aron Einar Gunnarsson verður lengur frá vegna meiðslanna. Vísir/Getty
Enn lengist biðin eftir að Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff í ensku úrvalsdeildinni, geti hafið leik á nýju tímabili en hann meiddist aftur á æfingu í vikunni.

Aron hefur glímt við meiðsli í nokkra mánuði og spilaði þjáður með Íslandi á HM. Hann gat ekki hafið leik með Cardiff við upphaf nýrrar leiktíðar og nú verður lengri bið eftir miðjumanninum.

„Aron fékk högg á æfingu í vikunni. Nokkrir strákar lentu í samstuði þannig að það eru sumir meiddir. Við þurfum bara að sjá hvernig staðan er á þeim,“ segir Neil Warnock en frá þessu er greint á Wales Online.

„Við viljum fá leiðtogahæfileika Arons inn á völlinn en til að vera sanngjarn þá hafa miðjumennirnir okkar staðið sig vel miðað við að samkeppnin er ekki mikil á miðjusvæðinu,“ segir Warnock.

Cardiff er í 17. sæti deildarinnar eftir fimm umferðer en liðið á enn eftir að vinna leik. Liðið mætir Englandsmeisturum Manchester City á morgun kl. 14.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×