Fótbolti

Ótrúleg stund er sonur Bob Marley söng með 50 þúsund stuðningsmönnum Ajax | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marley var flottur á Amsterdam Arena.
Marley var flottur á Amsterdam Arena. vísir/getty
Er Ajax spilaði æfingaleik við Cardiff City í sumar varð til ný hefð hjá stuðningsmönnum félagsins. Að syngja Three Little Birds með Bob Marley á leikjum félagsins.

Stuðningsmennirnir höfðu svo gaman af því að nú er þetta orðinn fastur liður á leikjum félagsins.

Forráðamenn Ajax gripu boltann á lofti og fengu son Bob Marley, Ky-Mani Marley, til þess að koma á Meistaradeildarleikinn gegn AEK í vikunni og taka lagið með fólkinu í stúkunni.

Það gerði Marley í hálfleik og óhætt að segja að þetta sé gæsahúðarflutningur hjá Marley og 50 þúsund manna kór Ajax.





 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×