Liverpool aftur á toppinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mohamed Salah skorar alltaf fyrir Liverpool gegn Southampton
Mohamed Salah skorar alltaf fyrir Liverpool gegn Southampton vísir/getty
Liverpool endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 3-0 sigur á Southampton á Anfield í dag.

Lærisveinar Jurgen Klopp hafa ekki fengið á sig mark á heimavelli í deildinni síðan í febrúar og þar varð engin breyting á í dag.

Á 10. mínútu leiksins skoraði Wesley Hoedt sjálfsmark þegar boltinn fór af læri hans og í netið eftir skot Xherdan Shaqiri.

Joel Matip tvöfaldaði forystuna á 21. mínútu með skalla eftir hornspyrnu.

Á síðustu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Liverpool aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Shaqiri tók skotið, það fór í þverslánna og niður í teiginn. Mohamed Salah var fyrstur í frákastið og potaði boltanum í netið.

Í seinni hálfleik róaðist leikurinn aðeins, enda úrslitin ráðin nema leikmenn Southampton næðu að töfra fram kraftaverk. Salah kom þó boltanum í netið undir lok leiksins en var dæmdur rangstæður.

Lokatölur 3-0 og Liverpool með fullt hús stiga eftir sex umferðir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira