Tottenham á beinu brautina á ný

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tottenham fagnar öðru markinu í kvöld.
Tottenham fagnar öðru markinu í kvöld. vísir/getty
Tottenham vann mikilvægan 2-1 sigur á Brighton í síðdegisleiknum í enska boltanum. Harry Kane og Erik Lamela sáu um markaskorunina fyrir Tottenham.

Það stefndi allt í að staðan yrði markalaus er liðin myndu ganga til búningsherbergja en Tottenham fékk vítaspyrnu á 42. mínútu.

Á punktinn steig Harry Kane, sem hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar á þessu tímabili, en hann var afar öruggur og kom Tottenham í 1-0.

Brighton fékk tækifærin til þess að jafna í síðari hálfleik til þess að jafna metin en næsta mark var hins vegar Tottenham.

Það skoraði Erik Lamela stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir afar laglega sókn. Gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma með marki Anthony Knockaert en nær komust þeir ekki. Lokatölur 2-1 sigur Tottenham á útivelli.

Þetta var góður sigur fyrir Tottenham sem hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð í öllum deildum. Nú eru þeir í fimmta sætinu með tólf stig eftir sex leiki.

Brighton er með fimm stig eftir fyrstu sex leikina.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira