Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Valur 2-1 | Dramatík í uppbótartíma og allt opið á toppnum

Stefán Árni Pálsson á Kaplakrikavelli skrifar
FH-ingar fagna í leikslok
FH-ingar fagna í leikslok vísir/daníel
FH skoraði sigurmark á síðustu mínútu uppbótartímans í Kaplakrika og galopnaði toppbaráttuna í Pepsi deild karla.

Leikurinn fór 2-1 og það voru Jákup Thomsen og Eddie Gomes sem skoruðu fyrir FH í dag og Patrick Pedersen gerði eina mark Vals. 

Eddie Gomes skoraði sigurmarkið þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og allt varð vitlaust á Kaplakrikavelli.

Af hverju vann FH?

Heimamenn voru bara ákveðnir í því að ná í þessu þrjú stig og heilt yfir voru þeir betri í dag. FH setti boltann nokkrum sinnum í stöng og slá í leiknum og að lokum var sigur þeirra verðskuldaður.

Eddie Gomes bætti upp fyrir skelfileg varnarmistök þegar Valsmenn jöfnuðu metin og skoraði sigurmarkið undir blálok leiksins. FH lék nokkuð vel í leiknum og fyrir utan ein varnarmistök var varnarleikur liðsins frábær.

vísir/daníel
Hverjir stóðu upp úr?

Jákup Thomsen var öflugur hjá FH frammi og lék Valsmenn hafa fyrir sér. Hann skoraði stórglæsilegt mark og Davíð Þór Viðarsson var fínn inni á miðjunni. Guðmundur Kristjánsson var aftur á móti öflugasti maður FH í  leiknum. 

Hann gerði fá mistök og var mjög traustur þegar er reyndi á. Í liði Valsmanna var Eiður Aron Sigurbjörnsson fínn en heilt yfir náðu leikmenn Vals sér ekki á strik.

Hvað gekk illa?

Valsmenn voru ólíkir sjálfum sér og var allt uppspil liðsins hægt og ekki nægilega markvisst. 

Valsmenn sköpuðu fá færi og áttu ekki skilið meira en stig úr leiknum í dag. Það að FH hafi unnið var í raun sanngjarnt en FH-ingar verða halda haus allan leikinn eins og sást í dag náðu Valsmenn að jafna metin þegar menn missti smá einbeitingu.

Hvað gerist næst?

Valsmenn mæta Keflavík í lokaumferðinni og geta þar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þar með jafntefli og sigri. 

FH-ingar mæta Stjörnunni í lokaumferðinni og eftir úrslit dagsins eiga þeir enn möguleika á Evrópusæti. Liðið er með jafn mörg stig og KR.

vísir/daníel
Ólafur: Muna allir eftir leiknum gegn Stjörnunni árið 2014

„Þessi var fyrir stuðningsmenn okkar og Guðna forseta,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir sigurinn.

„Við spilum þennan leik varnarlega mjög fínt gegn sterku liði Valsmanna sem eru að verða Íslandsmeistarar. Eddie lendir í því að hitta ekki boltann og skorar svo sigurmarkið. Maður fer bara í smá geðshræringu eftir svona leik.“

Hann segir að stigin þrjú í dag séu ómetanleg á þessum tíma.

„Við köstuðum þessu frá okkur gegn Víkingi í síðustu umferð. Ég bað um liðsframmistöðu og hjarta frá mínum mönnum í dag og ég fékk það.“

FH skaut nokkrum sinnum í stöng og slá í leiknum í dag og átti liðið í raun sigurinn skilið.

„Maður á skilið að vinna leikinn þegar maður vinnur og maður á það skilið þegar maður tapar,“ segir Ólafur en lokaleikurinn í deildinni verður gegn Stjörnunni.

„Það muna allir eftir leiknum gegn Stjörnunni árið 2014 og ég þarf heldur betur ekki að gíra mína menn upp í þann leik, við verðum klárir.“

vísir/daníel
Óli Jóh: Þetta er sérstaklega sárt

„Það er alltaf sárt að tapa en þetta er sérstaklega sárt,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir tapið í dag.

FH skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum. Valsmenn vildi sumir meina að brotið hafi verið á Antoni Ari markverði Vals í aðdraganda marksins.

„Þeir fengu bara horn og skorðuðu úr því og ég sá ekkert athugavert við þetta. Við vorum ekki nægilega góðir í dag og ekki líkir sjálfum okkur og náðum aldrei tökum á leiknum.“

Valsmenn fá lánlausa Keflvíkinga í heimsókn í lokaumferðinni. Lið sem hefur ekki enn unnið leik á mótinu og er aðeins með fjögur stig.

„Ég hef aldrei talað neitt um Keflavík og þeir eru bara í deildinni eins og við. Við nálgumst alla leiki við öll lið af virðingu og gerum það um næstu helgi. Þetta er í okkar höndum og ef einhver hefði sagt það við mig fyrir mót að þetta yrði í okkar höndum fyrir lokaumferðina, þá hefði ég tekið því.“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira