Innlent

Mesta frostið í Garðabæ

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðurkort af Suðvesturhorninu.
Veðurkort af Suðvesturhorninu. Mynd/Veðurstofa Íslands
Lægsti hiti á landinu í nótt var á höfuðborgarsvæðinu, nánar tiltekið í Garðabæ. Samkvæmt mæli veðurstofunnar í hrauninu við Reykjanesbraut þar í bæ fór hitastig niður í -4,1°C.

Þetta segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, og sagði svæðið vera „staðbundinn kuldapoll þegar gerir heiðríkju og stillu.“ Þá bætti Einar við að næst lægstur hafi hitinn verið við Korpu.

Samkvæmt vef veðurstofu Íslands eru veðurhorfur á landinu næstu daga eftirfarandi:

Á mánudag:

Suðvestan 13-20 m/s og rigning, hvassast og úrkomumest S-lands, en þurrt að kalla NA-lands. Hiti víða 3 til 8 stig.

Á þriðjudag:

Gengur í sunnan- og suðvestan 13-18 m/s með úrhellisrigning S-lands, en úrkomuminna nyrðra. Hiti 6 til 11 stig. Hægari vindur með kvöldinu og úrkomuminna V-til.

Á miðvikudag:

Norðvestlæg átt, 8-15 m/s með skúrum eða slydduéljum N- og A-lands, en annars hægari vestlæg átt og bjartviðri. Kólnandi veður.

Á fimmtudag:

Vestlæg átt og skúrir eða slydduél, en bjartviðri eystra. Fremur svalt í veðri.

Á föstudag:

Útlit fyrir suðlæga átt með vætu og hlýnandi veðri.

Þá gerir spá veðurstofunnar ráð fyrir nokkuð björtu og hægu veðri í dag á sunnan- og vestanverðu landinu á meðan úrkoman og norðanáttin á norður- og austurlandi lætur sig hægt og rólega hverfa. Á morgun verður skýjað og töluverð væta en létta á til fyrir norðan og austan. Víða verður hitinn á bilinu 2-7 °C.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×