Íslenski boltinn

ÍA meistari í Inkasso-deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson stýrir uppeldisfélaginu.
Jóhannes Karl Guðjónsson stýrir uppeldisfélaginu. vísir/ernir
ÍA stendur uppi sem sigurvegari í Inkasso-deild karla en lokaumferðin í deildinni fór fram í dag.

ÍA og HK börðust um toppsætið fyrir lokaumferðina en fyrir leikinn hafði HK eins stigs forskot á Skagamenn.

Skagamenn gerðu 1-1 jafntefli við Þrótt á Skaganum. Garðar Bergmann Gunnlaugsson kom ÍA yfir en Jasper Van Der Heyden jafnaði fyrir Þrótt.

HK tapaði sínum leik 2-0 gegn Haukum á útivelli. Elton Barros og Birgir Magnús Birgisson skoruðu mörk Hauka.

Þetta gerði það að verkum að ÍA endar með 48 stig, eins og HK, en með betri markahlutfall.

Þeir standa því uppi sem sigurvegarar en bæði lið spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð.

Haukar enda í áttunda sæti deildarinnar og Þróttarar í því fimmta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×