Erlent

Fjöldi fólks leitar skjóls vegna flóða í Mexíkó

Andri Eysteinsson skrifar
Rignt hefur mikið í héraðinu síðan á fimmtudag.
Rignt hefur mikið í héraðinu síðan á fimmtudag. Vísir/EPA
Mikil ofsaveður hafa farið yfir Norður-Ameríku undanfarnar vikur, hæst ber þar að nefna Flórens sem kom á land í Norður-Karólínu og olli miklum skemmdum þar.

AP greinir frá því að í héraðinu Sinaloa í Mexíkó hafi mikill hitabeltisstormur farið yfir síðan á fimmtudag. Af þeim sökum hefur nú flætt víða í Sinaloa sem við Kalíforníuflóa við Kyrrahafsströnd landsins. Yfirvöld í héraðinu hafa gefið út að þrjú séu látin hið minnsta.

Yfir 3000 manns hafa leitað skjóls frá fljóðunum í skýlum yfirvalda. Rafmagn fór tímabundið af hjá nær 60 þúsundum en rafmagn mun aftur vera komið á. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í héraðinu vegna flóðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×