Íslenski boltinn

Var komin í landsliðið en sleit krossband í þriðja sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Telma er hún spilaði með Breiðablik.
Telma er hún spilaði með Breiðablik. vísir/ernir
Telma Hjaltalín Þrastardóttir, framherji Stjörnunnar, varð fyrir því óláni að slíta krossband í þriðja skiptið á þremur árum.

Telma meiddist í leik Stjörnunnar gegn FH í Kaplakrika á dögunum en Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur í leiknum eftir að hafa lent undir.

Hún staðfesti svo á Instagram-síðu sinni í dag að hún væri með slitið krossband í þriðja skiptið og segir það mikið áfall.

„Eftir frábæra 3 mánuði þá ákvað krossbandið að gefa sig í þriðja sinn og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig það gat gerst - ég bara trúi þessu ekki,” skrifaði Telma.

Hún átti afar gott tímabil með Stjörnunni. Hún skoraði átta mörk í tíu leikjum og var komin í landsliðshópinn, svo góð var frammistaðan en nú er hún komin á byrjunarreit á ný.

„Ég gerði allt rétt og hélt að þetta væri loksins komið en á nokkrum sekúndum er öllu kippt undan mér og ég komin aftur á byrjunarreit,” en færslu hennar í heild sinni má sjá hér að neðan.

View this post on Instagram

Það er svo hrikalega stutt á milli hláturs og gráturs. Eftir frábæra 3 mánuði þá ákvað krossbandið að gefa sig í þriðja sinn og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig það gat gerst - ég bara trúi þessu ekki. Þetta er svo ótrúlega svekkjandi að ég á varla orð til þess að lýsa því hvernig mér líður, er gjörsamlega miður mín. Ég gerði allt rétt og hélt að þetta væri loksins komið en á nokkrum sekúndum er öllu kippt undan mér og ég komin aftur á byrjunarreit. Það er ólýsanlega sárt að sjá alla vinnuna seinustu ár, þolinmæðina og skynsemina renna niður vaskinn. Sárt að hugsa út í það að þetta gæti verið seinasta sumarið þar sem ég sparka í bolta. En ég held í vonina að það sé eitthvað eftir af styrknum til að koma mér í gegnum þetta ferli aftur. Takk allir fyrir skilaboðin, þið eruð yndisleg

A post shared by Telma Hjaltalín (@telmahjaltalin) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×