Enski boltinn

Mourinho: Þú lærir þetta þegar þú ert barn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho var líflegur á hliðarlínunni í gær eins og svo oft áður.
Mourinho var líflegur á hliðarlínunni í gær eins og svo oft áður. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, var mjög pirraður eftir að United tapaði tveimur stigum á heimavelli er liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves.

United hefur því tapað stigum gegn bæði Wolves og Tottenham á heimavelli en Mourinho segist hafa verið meira reiður eftir leikinn í gær en gegn Tottenham.

„Mér líkaði ekki við liðið mitt í dag. Ef við hefðum spilað gegn Wolves eins og við spiluðum gegn Tottenham þá hefðum við unnið,” sagði Mourinho ókátur í leikslok.

„Ég er meira ósáttur núna en ég var eftir tapið gegn Tottenham. Annað liðið í dag var komið til að spila leik lífs síns en hitt var komið til þess að slaka á.”

„Þeir spiluðu af mikilli ákefð og löngun en ekki við. Að gera þitt besta í hverjum leik lærirðu þegar þú ert barn í yngri flokka fótbolta,” sagði reiður Portúgalinn og bætti við:

„Þú þarft ekki að spila á hæsta mögulega stigi til að skilja það. Þetta er það einfalda við fótboltann. Þú þarft að spila fótbolta af ákefð og löngun. Ég get ekki útskýrt hvað gerðist hérna í dag.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×