Fótbolti

Heimir og lærisveinar meistari í Færeyjum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Heimir Guðjónsson fór frá FH til Færeyja í vetur.
Heimir Guðjónsson fór frá FH til Færeyja í vetur. vísir/Eyþór
Heimir Guðjónsson er færeyskur meistari í fótbolta eftir að hann stýrði HB frá Þórshöfn til sigurs gegn Klaksvík í færeysku úrvalsdeildinni í dag.

Það hefur stefnt í að Heimir og lærisveinar hans taki titilinn í allt sumar, en þeir hafa aðeins tapað tveimur leikjum og gert eitt jafntefli í 23 umferðum. Titillinn er hins vegar formlega þeirra eftir 2-1 sigur á Klaksvík.

Fyrri hálfleikur var jafn og þar var hart barist. Engin urðu þó mörkin fyrr en í seinni hálfleik þegar HB tók leikinn yfir. Ari Mohr Olsen kom gestunum yfir á 54. mínútu og á 85. mínútu skoraði Jógvan Nolsöe og gerði út um leikinn.

Kristoffur Jakobsen skoraði sárabótamark fyrir Klaksvík í uppbótartíma en það kom of seint og Heimir og félagar eru meistarar.

Það eru fjórar umferðir eftir og er HB með 61 stig í deildinni. Aðeins sex stig eru upp í stigamet deildarinnar, það er 67 stig og var sett af B36 árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×