Enski boltinn

Harry Kane segist vera sinn helsti gagnrýnandi

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Harry Kane skoraði á laugardag eftir fimm leikja markaþurrð
Harry Kane skoraði á laugardag eftir fimm leikja markaþurrð Vísir/Getty
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham segist vera ánægður með gagnrýni fjölmiðla á markaleysi sínu og segist hann í þokkabót vera sinn helsti gagnrýnandi.



Enski framherjinn endaði fimm leikja markaleysi fyrir félagið sitt og þjóð þegar hann skoraði í 2-1 sigri á Brighton á laugardag.



Kane skoraði úr vítaspyrnu en þetta var hans 143. mark fyrir félagið og er hann nú jafn Jermain Defoe.



"Ég hef skorað þrjú mörk á þessu tímabili sem er ekki skelfilegt. Auðvitað þegar þú setur markmiðið hátt líkt og ég hef gert síðustu tímabil mun fólk fara tala ef ég næ þeim ekki. Ég er sá fyrsti til þess að skoða leik minn og sjá hvað ég mætti gera betur," sagði Kane.



"Að sjálfsögðu tel ég að ég hefði getað gert betur í flestum leikjunum á þessu tímabili. Leikurinn gegn Brighton var líklega fyrsti leikurinn þar sem ég mjög ánægður með mína frammistöðu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×