Enski boltinn

Messan: Mistök að framlengja við Mourinho

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jose Mourinho skrifaði undir framlengingu á samningi sínum við United í byrjun þessa árs
Jose Mourinho skrifaði undir framlengingu á samningi sínum við United í byrjun þessa árs vísir/getty
Manchester United gerði jafntefli við nýliða Wolves á heimavelli í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Sérfræðingar Messunnar á Stöð 2 Sport ræddu lið United í þætti gærkvöldsins.

United hefur ekki heillað marga í upphafi tímabilsins í enska boltanum og setti Ríkharð Óskar Guðnason fram spurninguna hvort United þyrfti ekki að gera meiri kröfur um fótboltastíl liðsins.

„Það eru allir brjálaðir út af þessu. Eðlilega, því þeir eru aldir upp af leikstíl Alex Ferguson sem var náttúrulega allt annað en það sem við erum að sjá í dag, miklu meiri ákefð og miklu meiri sóknarbolti,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, annar sérfræðinga þáttarins.

„Ef ég væri stuðningsmaður Manchester United þá væri ég ósáttur með leikstílinn.“

Jón Kaldal benti á þá staðreynd að félög á borð við Liverpool og Tottenham hefðu ráðið til sín knattspyrnustjóra sem spiluðu svipaðan leikstíl og þá sem fylgt hafa félögunum. United gerði það hins vegar ekki.

„Ætla þeir virkilega að láta Mourinho breyta því að þarna voru mestu skemmtikraftar enska boltans lengi og fara í svona þungaiðnað að pumpa boltanum fram á Fellaini?“ spurði Jón.

„Klárlega mistök í mínum huga að endurnýja við Mourinho. Real Madrid nennti þessu ekki.“

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum með fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×