Fótbolti

Deschamps segir Pogba misskilinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Deschamps og Pogba fallast í faðma eftir leik Frakka og Úrúgvæ á HM í Rússlandi
Deschamps og Pogba fallast í faðma eftir leik Frakka og Úrúgvæ á HM í Rússlandi vísir/getty
Landsliðsþjálfari Frakka Didier Deschamps segir franska miðjumanninn Paul Pogba vera misskilinn.

Pogba hefur í gegnum tíðina oft verið undir mikilli gagnrýni. Hann var dýrasti leikmaður heims þegar hann var keyptur aftur til Manchester Untied árið 2016 fyrir 89 milljónir punda og fannst mörgum hann ekki standa undir verðmiðanum.

Frakkinn var lykilmaður í franska landsliðinu sem varð heimsmeistari í sumar, skoraði í úrslitaleiknum og spilaði í öllum leikjum Frakka.

„Almenningur í heiminum, þá sérstaklega í Frakklandi, er með þessa ímynd af Pogba sem er í raun ekki rétt mynd af því hver hann raunverulega er,“ sagði Deschamps.

„Ég hef talað við hann um samband hans við fjölmiðla og mér finnst hann oft hafa fengið ósanngjarna gagnrýni. Þess vegna hefur oft verið svolítið agressívur tónn í því sambandi.“

„Gagnrýni er samt eitthvað sem fylgir starfinu og maður lærir að taka hana til sín. Hann er orðinn reyndari og ég held hann sé búinn að vinna sér inn smá virðingu,“ sagði Didier Deschamps.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×