Bíó og sjónvarp

Joaquin Phoenix hrellir lestarfarþega sem Jókerinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndbandið, sem er ekki í frábærum gæðum, var birt af TMZ og sjá má útlit Jókersins vel.
Myndbandið, sem er ekki í frábærum gæðum, var birt af TMZ og sjá má útlit Jókersins vel.
Jóker leikarans Joaquin Phoenix hefur verið nokkuð á milli tannanna á fólki en tökur á kvikmynd um uppruna Jókersins fara nú fram í Bandaríkjunum. Nú um helgina birtist myndband frá tökunum þar sem Jókerinn virtist hrella lestarfarþega Gotham.

Myndbandið, sem er ekki í frábærum gæðum, var birt af TMZ og sjá má útlit Jókersins vel.

Í senunni má sjá einn mann sem virðist vera mótmælandi og heldur hann á skilti sem á stendur: „Drepum hina ríku“. Annar heldur á skilti sem á stendur: „Jókerinn í sæti borgarstjóra“. Þar má einnig sjá nokkra aðila með trúðagrímur og virðist sem að eitthvað slæmt hafi gerst í lestinni sem Jókerinn gengur út úr.

Það er erfitt að segja til um hvert að trúðarnir eigi að vera gengismeðlimir Jókersins eða stuðningsmenn hans til framboðs borgarstjóra Gotham. Enn sem komið er, er lítið sem ekkert vitað um söguþráð myndarinnar, sem til stendur að frumsýna þann 4. október á næsta ári.


Tengdar fréttir

Sjáðu Joaquin Phoenix í trúðagervi Jókersins

Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í október á næsta ári en hún mun segja frá því hvernig grínistinn Arthur Fleck verður að illmenninu Jóker, sem er erkióvinur Leðurblökumannsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×