Enski boltinn

Ian Wright: Sanchez verður seldur ef hann bætir sig ekki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexis Sanchez kom til Manchester United í janúar
Alexis Sanchez kom til Manchester United í janúar vísir/getty
Alexis Sanchez þarf að bæta frammistöðu sína fyrir Manchester Untied svo félagið selji hann ekki í sumar.

Fyrrum sóknarmaður Arsenal, Ian Wright, sagði við BBC að „ef ég væri stjórnarmaður myndi ég sjá hvernig tímabilið fari en íhuga svo að selja hann.“

„Það er út af laununum sem hann er á.“

Sanchez er talinn vera á rétt tæpum 400 þúsund pundum á viku. Það eru rúmar 58 milljónir íslenskra króna í vikulaun.

„Ef hann fer annað þá þarf hann að búast við því að lækka í launum. Það borgar enginn þessa upphæð í laun miðað við spilamennskuna.“

Sílemaðurinn átti fína frumraun í liði United í janúar en hefur síðan aðeins skorað þrjú mörk í 23 leikjum.

„Hann á ekki skilið sæti í byrjunarliðinu þegar þú ert með Anthony Martial og Marcus Rashford að bíða eftir því að fá að spila.“

„Í þessu United-liði er hann ekki niðurnjörfaður heldur er með frelsi inn á vellinum. Hann verður að bæta frammistöðurnar til þess að réttlæta sæti í liðinu,“ sagði Ian Wright.

Manchester United mætir Derby í enska deildarbikarnum í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:00.


Tengdar fréttir

Mourinho: Nauðsynlegt að fá Sanchez inn

Alexis Sanchez gat ekki tekið þátt í fyrsta æfingaleik Manchester United á undirbúningstímabilinu þar sem hann var í vandræðum með vegabréfsáritun sína og mátti ekki ferðast til Bandaríkjanna. Jose Mourinho segir Sanchez verða að spila næsta leik eftir að hann komi til liðs við liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×