Körfubolti

LeBron: Er ekki í LA til að leika í kvikmyndum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron í búningi Lakers í gær.
LeBron í búningi Lakers í gær. vísir/getty
LeBron James sagði á blaðamannafundi í gær að koma hans til LA Lakers hefði ekkert að gera með feril hans í Hollywood. Hann væri kominn til Los Angelels til þess að spila körfubolta.

James samdi við Lakers í júlí til fjögurra ára. Hann er þegar upptekinn í sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum og var því eðlilega spurður út í hvort Hollywood hefði stóran þátt í ákvörðuninni að koma til LA.

„Þessi ákvörðun er eingöngu tekin af fjölskylduástæðum og þeirri staðreynd að ég vil spila fyrir Lakers. Ég er körfuboltamaður. Það er mín vinna,“ sagði LeBron sem er að fara að leik í Space Jam 2 á næsta ári.

„Hvað varðar önnur viðskipti þá hefur það allt verið í gangi löngu áður en ég kom hingað.“

James segir að stuðningsmenn Lakers þurfi að vera þolinmóðir. Lakers geti ekki keppt við Golden State í vetur.

„Það er langt þangað til við náum Golden State. Við verðum því að einbeita okkur að því að bæta okkur á hverjum einasta degi. Við þurfum að vinna í því að koma okkur í þá stöðu að geta keppt við Golden State.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×