Íslenski boltinn

Pepsimörkin: „Ótrúleg ákvörðun“ að dæma mark af Stjörnunni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport
Stjarnan svo gott sem kastaði frá sér möguleikum sínum á Íslandsmeistaratitlinum með því að tapa fyrir ÍBV á sunnudaginn. Þeir hefðu þó átt að fá í það minnsta stig úr leiknum því Stjarnan skoraði mark sem dæmt var af, ranglega að mati sérfræðinga Pepsimarkanna

Stjarnan var þremur stigum á eftir Val fyrir næst síðustu umferðina á sunnudag. Valur tapaði fyrir FH og því hefði Stjarnan getað jafnað Val að stigum með sigri. Í staðinn er Breiðablik komið yfir Stjörnuna í annað sætið og í meiri séns, þó Valsmenn séu með pálmann í höndunum.

Í stöðunni 1-1 fengu Stjörnumenn horn og Baldur Sigurðsson skoraði með skalla. Markið var hins vegar dæmt af og Baldur dæmdur brotlegur.

Sérfræðingar Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport voru á þeirri skoðun að markið ætti að standa.

„Við áttum okkur ekki alveg á því hvað er verið að dæma á,“ sagði Þorvaldur Örlygsson.

„Þarna sjáum við Sindra [Snæ Magnússon] halda utan um Baldur, hann heldur utan um mittið á honum og hálsinn á honum. Í rauninni er Sindri að brjóta allan tímann að mínu viti.“

Fjórum mínútum seinna skoraði ÍBV og vann leikinn 2-1.

„Mér finnst bara klárt mál að það var aldrei neitt á þetta og ótrúleg ákvörðun að flauta aukaspyrnu á þetta,“ sagði Reynir Leósson.

Umræðuna og atvikið má sjá í klippunni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×