Handbolti

Seinni bylgjan um B-landsliðið: „Gæði óháð aldri“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport
Í „Lokaskotinu“ í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport fær Tómas Þór Þórðarson sérfræðinga sína til þess að ræða helstu mál líðandi stundar.

Á dögunum var B-landslið Íslands valið til æfinga. Í hópnum eru leikmenn á öllum aldri og voru sérfræðingarnir ósammála um það hvort leikmenn sem eru í eldri kantinum ættu heima í þessu liði.

„Ég taldi að þetta ætti í rauninni að vera þeir sem eru ungir, eru kannski ekki að banka beint á dyrnar, en fá svona smjörþefinn af þessu og líka þeir sem gætu komið inn eins og Teddi [Theodór Sigurbjörnsson]. En eldri leikmenn, þeir eru bara valdir í landsliðið eða ekki,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson.

Logi Geirsson var ekki sömu skoðunar. „Jói skilur ekki hugmyndina. Það kom viðtal við Guðmund landsliðsþjálfara 10. febrúar 2018 þar sem fyrirsögnin var „Úrvalsliðið ekki bara fyrir unga“ og hann segist ekki bara horfa á kennitölur.“

„Þetta er hugsað sem brú yfir í A-landsliðið. Það er verið að gera hlé á deildinni fyrir þetta. Tveggja vikna hlé. Mér finnst þetta gott skref, það er gott fyrir þessa stráka að koma inn og sjá umhverfið, hvernig er verið að setja upp sóknarleik og varnarleik.“

„Gæði óháð aldri.“

Sérfræðingarnir ræddu einnig erlenda leikmenn í deildinni og hver hafi verið bestur í þessum fyrstu þremur umferðum. Umræðurnar má sjá í klippunni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Fimm bestu sem komast ekki í B-landsliðið

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handbolta valdi á dögunum B-landsliðshóp sem æfir um næstu helgi. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport fóru yfir topp 5 lista þeirra leikmanna sem ekki voru valdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×