Enski boltinn

Pochettino um vandræðin með nýjan heimavöll: „Stuðningsmennirnir ósáttir eins og við“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino á verðlaunahátíð FIFA í fyrrakvöld.
Pochettino á verðlaunahátíð FIFA í fyrrakvöld. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að vandræðin með nýjan leikvang félagsins geri félagið sterkari í því að aðlaðast erfiðum aðstæðum.

Mikil vandræði hafa verið á nýjum leikvangi Tottenham. Hann átti að vera tilbúinn fyrir tímabilið en lítið sem ekkert hefur gengið og liðið hefur spilað á Wembley framan af tímabili.

Wembley er upptekinn annað kvöld vegna NFL-leiks og því þarf Tottenham að spila á heimavelli MK Dons er liðið mætir Watford í þriðju umferð enska deildarbikarsins.

„Mér líður vel með þetta því við erum að fara spila á nýjum stað. Þetta er flottur leikvangur og flottur bær með frábærum leikvangi. Þetta var eini möguleikinn og við förum þangað og reynum að vinna og eiga gott kvöld,” sagði Pochettino.

„Stuðningsmennirnir eru ósáttir eins og við. Ég skil þá. Þessi staða verður bara að gera okkur sterkari en áður og nota þetta í framtíðinni til að aðlagast í erfiðum aðstæðum.”

„Ég er jákvæður varðandi þetta því ég er jákvæð manneskja. Ég er ekki að fara kenna neinum um þetta því við erum að fara spila gegn Watford in Milton Keynes og það er frábært tækifæri.”

Leikur Tottenham og Watford verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.15 en leikurinn sjálfur 19.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×