Enski boltinn

United úr leik eftir tap gegn Derby í vítaspyrnukeppni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Derby fagna.
Leikmenn Derby fagna. vísir/getty
Derby gerði sér lítið fyrir og sló út Manchester United í Carabao Cup en leikur liðanna endaði 10-9. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni en staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og 8-7 eftir vítaspyrnukeppni.

United komst yfir strax á þriðju mínútu leiksins eftir frábæra sókn. Anthony Martial tók boltann laglega niður og eftir gott spil hans, Romelu Lukaku og Jesse Lingard endaði boltann hjá Juan Mata sem skoraði.

Derby var ekki síðri aðilinn í fyrri hálfleik og fengu færi til þess að jafna í fyrri hálfleik en Sergio Romero var vel á verði og United ledidi 1-0 í hálfleik.

Eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik jafnaði Derby. Lánsmaðurinn frá Liverpool, Harry Wilson, skoraði þá úr aukaspyrnu en markið var einkar fallegt. Allt jafnt.

Ekki skánaði það fyrir United átta mínútum síðar, nánar tiltekið á 67. mínútu, er Romero fékk rautt spjald eftir að hann handlék knöttinn utan teigs. Lee Grant þurfti að koma í markið og United einungis tíu.

Það var svo varamaðurinn Jack Marriott sem virtist vera að tryggja Derby sigurinn er hann kom Derby í 2-1. Hann fylgdi á eftir markvörslu Lee Grant og skallaði boltann í netið fjórum mínútum fyrir leikslok.

Marouane Fellaini var ekki á sama máli. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skallaði hann fyrirgjöf Dalot í netið og tryggði United þar af leiðandi vítaspyrnukeppni þar sem það er engin framlenging í Carabao-bikarnum.

Fyrstu fimmtán spyrnurnar fóru í netið en sextándu spyrnuna varði Scott Carson frá Phil Jones og Derby er því komið áfram í næstu umferð. Frank Lampard hafði betur gegn sínum gamla læriföður, Jose Mourinho.

Vítaspyrnukeppnin:

Mason Mount skorar

Romelu Lukaku skorar

Florian Jozefzoon skorar

Ashley Young skorar

Harry Wilson skorar

Marouane Fellaini skorar

Jack Marriott skorar

Fred skorar

Bradley Johnson skorar

Anthony Martial skorar

Craig Bryson skorar

Diego Dalot skorar

Craig Forsyth skorar

Nemanja Matic skorar

Richard Keogh skorar

Scott Carson ver frá Phil Jones




Fleiri fréttir

Sjá meira


×