Erlent

Allir lögreglumenn bæjarins sæta ríkisrannsókn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá Acapulco í Mexíkó.
Frá Acapulco í Mexíkó. Vísir/getty
Allir lögreglumenn í mexíkóska strandbænum Acapulco sæta nú ríkisrannsókn vegna gruns um að fíkniefnagengi hafi laumað sér í raðir lögreglunnar.

Tveir yfirlögregluþjónar liggja undir grun vegna manndráps og þá má enginn lögregluþjónn í bænum bera vopn. Í stað mun ríkislögregla sjá um löggæslu í bænum ásamt mexíkóska hernum.

Acapulco var lengi vel vinsæll áfangastaður meðal hinna ríku og frægu en hefur síðustu ár verið alræmdur fyrir fíkniefnaviðskipti og háa morðtíðni. Á síðasta ári voru 103 myrtir fyrir hverja 100 þúsund íbúa, og er það ein hæsta morðtíðnin í Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×