Körfubolti

Spennandi tímabili í Domino´s-deildinni skotið af stað á Stöð 2 Sport í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Það er vanalega mikil gleði sem ríkir í Körfuboltakvöldi.
Það er vanalega mikil gleði sem ríkir í Körfuboltakvöldi. vísir
Domino´s-deild karla í körfubolta hefst á fimmtudaginn eftir viku en á sunnudaginn verður leikurinn um Meistara meistaranna þegar að Íslandsmeistarar KR mæta bikarmeisturum Tindastóls í DHL-höllinni.

Hitað verður upp fyrir nýtt tímabil í upphitunarþætti Domino´s-Körfuboltakvölds sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.05 í kvöld.

Mikil spenna ríkir fyrir nýju tímabili eftir að 4+1-reglan var afnumin. Nú mega liðin vera með eins marga svokallaða Bosman-leikmenn eins og þeir vilja en áfram bara einn Bandaríkjamann.

Flest liðin eru komin með Evrópumenn sem á eftir að koma í ljós hversu góðir eru og er því mjög erfitt að spá í spilin fyrir komandi tímabil.

Jón Halldór Eðvaldsson, Kristinn Friðriksson og Teitur Örlygsson ætla samt sem áður að rýna í styrkleika liðanna, helstu leikmenn og spá fyrir um niðurröðun liðanna í vetur í þætti kvöldsins.

Ekki missa af upphitunarþættinum í kvöld á Stöð 2 Sport HD kl. 21.05.

Fréttin hefur verið uppfærð. Tímasteningu var breytt, áður var þátturinn á dagskrá 20:45 en hann fer í loftið 21:05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×