Golf

Evrópa komið í kjörstöðu eftir þrjá sigra í morgun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sergio og Rory ánægðir.
Sergio og Rory ánægðir. vísir/getty
Evrópa jók forskot sitt gegn Bandaríkjnum í Ryder-bikarnum en leikið er í Frakklandi, á vellinum Le Golf-National.

Fjórbolti er leikinn fyrir hádegi en fjórmenningur eftir hádegi. Sama fyrirkomulag var í dag og í gær en eftir gærdaginn leiddu Evrópubúar, 5-3.

Evrópa vann þrjár af viðureignunum fjórum í morgun en einungis Jordan Spieth og Justin Thomas unnu viðureign sína gegn Evrópu. Allar viðureignir dagsins má sjá hér neðar.

Það má segja að Evrópa sé í algjörri kjörstöðu fyrir lokasprettinn á mótinu en ekki er svo mikið eftir. Mikið þarf að gerast svo Bandaríkin snúi taflinu sér í vil.

Viðureignir dagsins:

Rory McIl­roy og Sergio Garcia unnu Brooks Koepka og Tony Pi­nau - Evrópa 6-3 Bandaríkin

Paul Casey og Tyr­rell Hatt­on unnu Rickie Fowler og Dust­in John­son - Evrópa 7-3 Bandaríkin

Francesco Molin­ari og Tommy Fleetwood unnu Tiger Woods og Patrick Reid - Evrópa 8-3 Bandaríkin

Jordan Spieth og Justin Thomas unnu Ian Poulter og Jon Rahm - Evrópa 8-4 Bandaríkin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×