Erlent

Vopnaður maður særði sjö manns í París

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögregluborði á vettvangi árásarinnar í París.
Lögregluborði á vettvangi árásarinnar í París. Vísir/AP

Sjö eru særðir, þar af fjórir alvarlega, eftir að maður vopnaður hnífi og járnstöng gekk berserksgang í París í gærkvöldi. Maðurinn var handtekinn en lögregla rannsakar árás hans ekki sem hryðjuverk að svo stöddu.

Árásin átti sér stað við bakka Ourcq-skurðarins í 19. hverfi borgarinnar. Maðurinn, sem er talinn vera Afgani, stakk upphaflega tvo menn og konu nærri MK2-kvikmyndahúsinu. Síðan réðist hann að tveimur breskum ferðamönnum í nærliggjandi götu.

Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC henti fólk sem var að spila leikinn pétang kúlum í manninn til að reyna að stöðva hann.

„Um tuttugu manns eltu hann. Þeir byrjuðu að kasta pétangkúlum í hann. Um fjórar eða fimm kúlur lentu í höfðinu á honum en þeim tókst ekki að stöðva hann,“ segir Youssef Najah sem varð vitni að árásinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.