Sport

Kaepernick hrósaði leikmönnum fyrir að fara niður á hné

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stills og Wilson þora enn að fara niður á hné.
Stills og Wilson þora enn að fara niður á hné. vísir/getty
Fyrsti stóri leikdagurinn í NFL-deildinni var í gær og margt áhugavert í gangi. Þar á meðal mótmæli leikmanna meðan þjóðsöngurinn er leikinn en þau eru ekki hætt þó svo eigendur liðanna reyni að koma í veg fyrir þau.

Miami-leikmennirnir Kenny Stills og Albert Wilson fóru niður á hné í þjóðsöngnum. Aðrir reistu hnefann upp í loft en sumir mótmæltu hljóðlega með því að bíða inn í göngunum í þjóðsöngnum.

Upphafsmaður mótmælanna, Colin Kaepernick, hrósaði Stills og Wilson fyrir sitt hugrekki.

„Þetta hugrekki mun hafa áhrif á heiminn. Þeir sýndu mikinn styrk með því að berjast fyrir þá bældu. Þeir gefast ekki upp þó svo ráðist sé á þá og þeim ögrað,“ skrifaði Kaepernick meðal annars á Twitter.





Fyrsta umferðin klárast í kvöld með tveimur leikjum en það var mikið fjör í gær. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, meiddist gegn Chicago í gær en snéri aftur meiddur út á völlinn og leiddi ótrúlega endurkomu síns liðs.

Cleveland vann ekki leik á síðustu leiktíð en nældi í óvænt jafntefli gegn Pittsburgh. Þegar búnir að gera betur en í fyrra.

Úrslit gærdagsins:

Green Bay-Chicago  24-23

Baltimore-Buffalo  47-3

Cleveland-Pittsburgh  21-21

Indianapolis-Cincinnati  23-34

Miami-Tennessee  27-20

Minnesota-San Francisco  24-16

New England-Houston  27-20

New Orleans-Tampa Bay  40-48

NY Giants-Jacksonville  15-20

LA Chargers-Kansas City  28-38

Arizona-WEashington  6-24

Carolina-Dallas  16-8

Denver-Seattle  27-24

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×