Enski boltinn

Þvílík frammistaða í fyrsta leik hjá Man United stelpunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mollie Green er leikmaður Manchester United.
Mollie Green er leikmaður Manchester United. Vísir/Getty
Manchester United er komið aftur með kvennalið og það er óhætt að segja að Manchester United stelpurnar séu að byrja tímabilið talsvert betur en strákarnir í félaginu.

Manchester United sló úrvalsdeildarlið Liverpool út út enska bikarnum á dögunum og fylgdi því síðan eftir með stórsigri í fyrsta deildarleiknum.





United lagði niður kvennalið félagsins árið 2005 en lét undan mikilli pressu fyrr á þessu ári

Manchester United byrjar í b-deildinni og vann 12-0 sigur á Aston Villa í fyrstu umferðinni um helgina.

Casey Stoney, fyrrum lykilmaður enska landsliðsins, tók við Manchester United liðinu fyrir tímabilið og er þegar búin að setja saman flott lið.

Með sama áframhaldi fá þær kannski að spila á Old Trafford í framrtíðinni en heimavöllur þeirra er nú Leigh Sports Village leikvangurinn í útjaðri Manchester-borgar.





Jess Sigworth var stjarna dagsins í gær og skoraði fimm mörk fyrir Manchester United en þær Lauren James og Kirsty Hanson skoruðu báðar tvö mörk. Hin mörkin skoruðu síðan Katie Zalem, Mollie Green og Ella Toone.

Arsenal fór líka á kostum í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar liðið vann 5-0 stórsigur á Liverpool. Hollenski framherjinn Vivianne Miedema skoraði þrennu og lagði einnig upp mörk fyrir þær  Lisa Evans og Kim Little.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×