Lífið

Verkamaðurinn mætti aftur: Louis hjálpaði Russell í meðferð og hann er að blómstra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Russell heillaði Breta annað árið í röð.
Russell heillaði Breta annað árið í röð.
Anthony Russell er verkamaður frá Liverpool sem mætti aftur í áheyrnaprufu í bresku útgáfuna af X-Factor á dögunum en hann vakti mikla athygli í sömu þáttum fyrir ári síðan, en þá mætti hann glóðarauga á staðinn.

Russell stóð sig vel í fyrra en ætlar sér greinilega að gera enn betri hluti í ár en hann hefur í mörg ár glímt við töluverða fíkn og segist vera edrú í dag.

Hann flutti lagið Wake me up eftir sænska plötusnúðinn Avicii sem lést fyrr á þessu ári.

Þessi 28 ára verkamaður sló aftur í gegn í fyrstu prufu og heillaði hann dómnefndina og áhorfendur upp úr skónum.

Eftir síðustu þáttaröð hafði Louis Tomlinson samband við Russell og bauðst til að aðstoða hann. Stuttu seinna fór hann í meðferð og virðist hafa náð sér á strik en Tomlinson er dómari í X-Factor. Söngvarinn flaug áfram í næstu umferð eins og sjá má hér að neðan.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×