Fótbolti

Sjáðu Martinez tala um Gylfa, Þjóðadeildina og jafnteflið fræga gegn Frakklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martinez á fundinum í dag.
Martinez á fundinum í dag. vísir/skjáskot
Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, ber Gylfa Sigurðssyni söguna vel og segir að íslenska liðið sé með leikmenn sem geta breytt leik á einu augnabliki.

„Við þurfum að byrja leikinn vel. Við þurfum að finna hraðann sem við þurfum að spila á og spila eins og við gerðum í síðari hálfleiknum gegn Skotlandi,” sagði Martinez.

Belgía spilaði æfingarleik gegn Skotlandi um helgina og vann stórsigur á meðan Ísland tapaði stórt gegn Sviss.

„Ísland er með lið sem getur komið þér á óvart í skyndisóknum eða á nokkrum sekúndum. Þeir eru með leikmennina í það. Það verður mikilvægt að verjast vel á morgun.”

„Fókusinn og vinnuframlagið hefur verið til staðar. Við mætum erfiðu liði á morgun. Ef þú gerir ekki hlutina rétt þá verður það mjög erfitt að vinna hérna. Þeir vita að það er mjög mikil samkeppni um stöður í liðinu," en hvað finnst honum um skakkaföllin í íslenska liðinu?

„Öll lið verða fyrir áfalli þegar þau missa leikmann en það veltur á þeim sem kemur inn. Að dæma leikmann á frammistöðunni gegn Sviss er ekki réttlætanlegt,” sagði Martinez sem endaði blaðamannafundinn á að hrósa Gylfa.

„Gylfi er leikmaður sem ég hef fylgst vel með eftir að hann kom til Bretlands. Hann var seldur fyrir 50 milljónir punda sem segir sitt. Hann sendir boltann fram á við og er með frábæran hægri fót.”

„Að finna svona leikmann er mjög erfitt, leikmann sem getur spilað á milli lína og leikmann sem finnur þetta svæði. Það sem Everton borgaði fyrir Gylfa er allt sem þú þarft að vita um hann.”

Allan blaðamannafundinn má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×