Erlent

Bashir sparkar öllum ráðherrum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Omar al-Bashir forseti Súdans.
Omar al-Bashir forseti Súdans. Vísir/AFP
Omar al-Bashir forseti Súdans leysti í gær upp ríkisstjórn sína og sparkaði öllum ráðherrum sínum úr embætti. Hann tilkynnti jafnframt um að ráðuneytum yrði fækkað úr 31 í 21.

Að sögn Bashirs eru aðgerðirnar nauðsynlegar til þess að leysa úr efnahagslegum erfiðleikum sem Súdanar stríða nú við en súdanska hagkerfið stendur afar illa. Fjöldamótmæli hafa verið tíð frá því í byrjun árs þegar brauðverð tvöfaldaðist eftir að ríkisstjórnin hætti að niðurgreiða brauð. Gjaldmiðillinn var einnig felldur.

Í umfjöllun BBC um málið í gær kom fram að greinendur teldu erfiðleikanna eiga rætur sínar í aðskilnaði Suður-Súdans. Þegar Suður-Súdan fékk sjálfstæði árið 2011 hafi þrír fjórðu hlutar olíuauðlinda Súdans farið til nýja ríkisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×