Fótbolti

Leikmennirnir með úrslitaatkvæðið hvort leikið verði í Bandaríkjunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Messi fær að ráða því sjálfur hvort hann spili  með Barcelona í Bandaríkjunum
Messi fær að ráða því sjálfur hvort hann spili með Barcelona í Bandaríkjunum vísir/getty

Leikmenn úrvalsdeildarliðanna á Spáni munu ráða því hvort að leikir í La Liga verði spilaðir í Bandaríkjunum. Þetta segja spænsku leikmannasamtökin.

Forráðamenn La Liga hafa nú þegar samþykkt að spila einn leik á hverju tímabili í Bandaríkjunum næstu fimmtán árin. Samþykki sem þeir gáfu þrátt fyrir mótbárur leikmannasamtakanna og spænska knattspyrnusambandsins.

„Leikmennirnir, í gegnum leikmannasamtökin, verða þeir sem ráða því hvort leikir verði spilaðir í Bandaríkjunum,“ sagði í tilkynningu frá samtökunum í gær.

Fyrsti leikurinn sem á að fara fram í Bandaríkjunum samkvæmt spænskum fjölmiðlum er heimaleikur Girona við Barcelona. Grannaslagur í Katalóníu, sem á nú að vera leikinn í Miami í Bandaríkjunum.

La Liga hefur nú þegar gefið út að þeir stuðningsmenn sem ætli að ferðast á leikinn fái útgjöld sín niðurgreidd.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.