Handbolti

Ótrúlegt klúður Gróttu: Samdi fyrir tveimur mánuðum en var ekki orðinn löglegur korter í leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Basti og Jói skemmtu sér konunglega yfir þessari ótrúlegu sögu. Gróttumenn hlóu væntanlega minna yfir henni.
Basti og Jói skemmtu sér konunglega yfir þessari ótrúlegu sögu. Gróttumenn hlóu væntanlega minna yfir henni. S2 Sport
Grótta gerði ótrúlegt jafntefli við ÍBV í fyrstu umferð Olís deildar karla í handbolta á sunnudaginn. Seltirningar áttu ás upp í erminni sem þeir gátu ekki notað, því rétt fyrir leik kom upp að einn þeirra besti leikmaður var ekki með leikheimild.

Jóhann Reynir Gunnlaugsson snéri heim til Íslands úr atvinnumennsku í sumar og samdi við Gróttu.

10. júlí síðast liðinn var greint frá því að Jóhann Reynir hefði samið við Gróttu. 10. september upplýsir Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport að það hafi uppgvötast rétt áður en leikmenn mættu til leiks í Vestmannaeyjum að hann væri ekki með leikheimild.

„Maður heyrði að á töflufundi fyrir leik að þá hafi Einar sagt að Jóhann hafi átt að byrja og einn stjórnarmaður fór þá að hugsa, „ah, það var eitthvað með Jóhann,“.“ Svo skemmtilega lýsti Jóhann Gunnar Einarsson, einn sérfræðinga þáttarins, atvikinu furðulega.

„Gæinn samdi fyrir aldarfjórðungi. Hvað klikkaði þarna?“ sagði Sebastian Alexandersson.

Grótta hefði sannarlega getað notað Jóhann Reyni í leiknum, en eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik endaði leikurinn með jafntefli.

Þessa stórskemmtilegu umræðu má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×