Erlent

Fyrrverandi forseti Brasilíu ætlar að draga framboð sitt til baka

Kjartan Kjartansson skrifar
Lula da Silva hóf afplánun tólf ára spillingardóms í apríl. Hann má ekki bjóða sig fram til forseta.
Lula da Silva hóf afplánun tólf ára spillingardóms í apríl. Hann má ekki bjóða sig fram til forseta. Vísir/EPA
Búist er við því að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, dragi forsetaframboð sitt til baka í dag. Lula, sem situr í fangelsi, var bannað að bjóða sig fram vegna spillingardóms sem hann hlaut. Engu að síður hefur hann mælst með mest fylgi frambjóðenda í skoðanakönnunum.

Kosið verður til forseta í Brasilíu 7. október. Fernando Haddad, varaforsetaefni Lula, mun nú taka við sem forsetaframbjóðandi Verkamannaflokksins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Yfirkjörstjórn úrskurðaði að Lula mætti ekki bjóða sig fram í síðustu viku og gaf honum tíu daga til að draga framboð sitt til baka.

Lula, sem var forseti Brasilíu frá 2003 til 2010, hlaut tólf ára fangelsisdóm vegna mútuþægni. Hann hefur setið í fangelsi frá því í apríl.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×