Fótbolti

Simeone: Griezmann var besti leikmaður heims síðasta tímabil

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antoine Griezmann hleypur um með HM-bikarinn eftir úrslitaleikinn í Moskvu í sumar.
Antoine Griezmann hleypur um með HM-bikarinn eftir úrslitaleikinn í Moskvu í sumar. Vísir/Getty
Diego Simeone segir engan vafa á því að Antoine Griezmann var besti leikmaður heims á síðasta tímabili. Griezmann var ekki einn af þeim þremur sem tilnefndir eru af FIFA sem besti leikmaður heims.

Luka Modric, Cristiano Ronaldo og Mohamed Salah eru tilnefndir sem besti leikmaður ársins. Þegar tilnefningarnar vor gefnar út voru flestir sem furðuðu sig á því að Lionel Messi var ekki tilnefndur. Simeone vildi hins vegar sjá framherjann sinn hjá Atletico Madrid á listanum.

„Á síðasta ári var hann án vafa besti leikmaður heims,“ sagði Simeone.

Atletico Madrid vann Evrópudeildina á síðasta tímabili og varð í öðru sæti í La Liga deildinni á Spáni. Þá varð Griezmann heimsmeistari með Frökkum í sumar.

Griezmann var nálægt því að yfirgefa Atletico í sumar en ákvað svo að vera áfram í Madrid.

„Ég sver við líf barnanna minna að ég hélt aldrei að hann færi. Ég sá hann aldrei fara til Barcelona, mér leið alltaf eins og hann myndi vera áfram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×