Erlent

Arnpáfinn sem hlaut teiknimyndafrægð útdauður í náttúrunni

Kjartan Kjartansson skrifar
Spix-arnpáfi í dýragarði í Singapúr í fyrra.
Spix-arnpáfi í dýragarði í Singapúr í fyrra. Vísir/EPA
Skógareyðing af völdum manna er meginorsök þess að Spix-arnpáfinn er nú útdauður í náttúru Brasilíu, samkvæmt nýrri skýrslu fuglaverndunarsamtakanna Birdlife International. Spix-arnpáfi var í aðalhlutverki í teiknimyndinni „Ríó“ sem fjallaði um ferðalag fugls til að bjarga tegundinni.

Að sögn CNN-fréttastöðvarinnar er Spix-arnpáfinn einn af átta fuglategundum sem staðfest er að séu útdauðar eða taldar vera það í skýrslunni. Helmingur þeirra er í Brasilíu.

Þau nýmæli er að finna í skýrslunni að útrýming fuglategunda á sér nú stað hraðar á meginlöndum jarðar en á eyjum þar sem hún hefur verið mest undanfarnar aldir. Meginástæðan er búsvæðatap og eyðing vegna ósjálfbærs landbúnaðar og skógarhöggs manna.

Enn eru 60-80 Spix-arnpáfar eftir í haldi manna. Síðasti villti fuglinn af tegundinni sást í náttúrunni árið 2000.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×