Innlent

Barnabætur hækka um rúmar 100 þúsund á ári hjá sumum

Atli Ísleifsson skrifar
Um er að ræða 16 prósenta hækkun milli áranna 2018 og 2019.
Um er að ræða 16 prósenta hækkun milli áranna 2018 og 2019. Vísir/vilhelm

Barnabætur munu hækka samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Þar segir að framlög vegna barnabóta munu hækka um 1,6 milljarða króna frá fjármálaáætlun, sem er 16 prósenta hækkun milli áranna 2018 og 2019. Vaxtabætur munu sömuleiðis hækka, eða um 13 prósent.

„Auk hækkunar fjárhæða og viðmiðunarmarka skerðingar barnabóta er í fjárlögum gert ráð fyrir nýju þrepi skerðingar á barnabótum sem er ætlað að tryggja að áhrif hækkana í barnabótakerfinu skili sér fyrst og fremst til lágtekju- og lægri millitekjuhópa,“ segir í frumvarpinu.

Á blaðamannafundi fjármálaráðherra í morgun mátti sjá dæmi um að barnabætur til einstæðs foreldris með tvö börn, þar sem annað þeirra er yngra en sjö ára, muni hækka um rúmar 100 þúsund krónur á ári, sé foreldrið með hálfa milljón eða minna í mánaðarlaun.

Glæra á blaðamannafundi fjármálaráðherra í morgun.

Í frumvarpinu er einnig lagt til að tryggingagjald lækki í ársbyrjun 2019 um 0,25 prósentustig og aftur um 0,25 prósentustig í ársbyrjun 2020. Áhrifin af þessum tveimur skrefum nemi um 9,3% lækkun á gjaldinu.

„Er aðgerðinni ætlað að stuðla að jafnvægi á vinnumarkaði og því að launahækkanir á næsta ári leiði síður til verðbólgu.“


Tengdar fréttir

Stefnt að 29 milljarða króna afgangi

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.